Senegalski framherjinn Nicolas Jackson mun ganga í raðir Bayern München frá Chelsea eftir allt saman en Fabrizio Romano hefur hent í frasann fræga „Here we go!“ í annað sinn á tveimur dögum.
Bayern og Chelsea náðu samkomulagi um Jackson fyrir tveimur dögum og var allt klárt fyrir hann til að fara í læknisskoðun hjá þýska félaginu.
Liam Delap meiddist og í kjölfarið bannaði Chelsea senegalska framherjanum að fara í læknisskoðun. Jackson var tjáð að hann þyrfti að snúa aftur til Englands, en umboðsmaður hans, Ali Barat, gaf sig ekki.
Hann hélt áfram í vonina og var í stöðugu sambandi við Chelsea og Bayern til þess að koma skiptunum í gegn.
Chelsea vildi fá tryggingu um að Jackson yrði keyptur eftir lánsdvölina og samþykkti Bayern kaupskyldu eftir lánið.
Jackson hefur sjálfur samþykkt fimm ára samning hjá Bayern eftir lánið.
Bayern greiðir 16,5 milljónir evra fyrir lánið.
?????????? BREAKING: Bayern and Chelsea seal new agreement for Nicolas Jackson deal, done!
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2025
Loan + buy clause with new element of obligation to buy included in the deal for 2026, as Chelsea wanted.
Jackson already agreed 5 year deal at Bayern. €16.5m loan fee.
Here we go again ???? pic.twitter.com/0O1HvrvRYh
Athugasemdir