Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
John Victor til Nottingham Forest (Staðfest)
Mynd: Nottingham Forest
Brasilíski markvörðurinn John Victor er genginn til liðs við Nottingham Forest frá Botafogo í heimalandinu.

Hann skrifar undir þriggja ára samning.

Victor er 29 ára gamall en hann gekk til liðs við Botafogo frá Santos í janúar í fyrra. Hann var lykilmaður í liði Botafogo sem vann brasilísku deildina og suður amerísku Meistaradeildina.

„Matz Sels átti frábært tímabil í fyrra, við erum líka með Angus Gunn og hinn unga Aaron Bott sem þýðir að John gengur til liðs við sterkan hóp markvarða sem munu hvetja hver annan og hjálpa hver öðrum að bæta sig," sagði Ross Wilson, yfirmaður fótboltamála hjá Forest.

Victor var sterklega orðaður við West Ham fyrr í sumar en West Ham reyndi aftur við hann á dögunum þar sem Mads Hermansen hefur átt erfitt uppdráttar eftir komuna frá Leicester.

Það er nóg um að vera á þessum gluggadegi og margt sem getur hafa farið fram hjá þér. Endilega smelltu hér til að skoða allar (staðfest) fréttirnar.
Athugasemdir
banner