Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 13:10
Brynjar Ingi Erluson
Julio Enciso til Strasbourg (Staðfest)
Mynd: Brighton
Paragvæski sóknartengiliðurinn Julio Enciso er genginn í raðir franska félagsins Strasbourg frá Brighton.

Þessi 21 árs gamli leikmaður kemur til Strasbourg á 10 milljónir punda og mun Brighton fá hluta af endursöluvirði hans.

Enciso er hugsaður sem framtíðarleikmaður Chelsea, en enska félagið og Strasbourg eru bæði í eigu BlueCo.

Hann er annar leikmaðurinn sem yfirgefur Brighton á gluggadegi á eftir Tariq Lamptey sem gekk í raðir Fiorentina á Ítalíu.

Það er nóg um að vera á þessum gluggadegi og margt sem getur hafa farið fram hjá þér. Endilega smelltu hér til að skoða allar (staðfest) fréttirnar.


Athugasemdir
banner