Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 12:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kolo Muani á leið til Tottenham
Kolo Muani hér til vinstri.
Kolo Muani hér til vinstri.
Mynd: EPA
Tottenham er að bæta franska sóknarmanninum Randal Kolo Muani í sinn leikmannahóp.

David Ornstein hjá The Athletic segir að samkomulag sé í höfn um félagaskipti leikmannsins frá PSG til Tottenham.

Juventus vildi líka fá hann í sínar raðir en náði ekki samkomulagi við PSG. Juventus ákvað þá frekar að taka Lois Openda frá RB Leipzig.

Kolo Muani kemur bara til Tottenham á láni en það er enginn kaupmöguleiki eða kaupskylda hluti af samningnum.

Muani lék að láni með Juventus á síðasta tímabili, þar sem hann skoraði tíu mörk í 22 leikjum.
Athugasemdir
banner