Franski framherjinn Randall Kolo Muani er genginn til liðs við Tottenham á láni frá PSG.
Xavi Simons, Mohammed Kudus, Mathys Tel, Kevin Danso, Luka Vuskovic, Kota Takai og Joao Palhinha hafa gengið til liðs við félagið í fyrsta félagaskiptaglugga félagsins undir stjórn Thomas Frank.
Kolo Muani er 26 ára en hann gekk til liðs við PSG frá Frankfurt árið 2023 fyrir 77 milljónir punda.
Hann náði hins vegar ekki að sanna sig hjá franska liðinu. Hann var á láni hjá Juventus á síðustu leiktíð en ítalska félagið reyndi að fá hann aftur í sumar en náði ekki samkomulagi við PSG. Juventus ákvað þá frekar að taka Lois Openda frá RB Leipzig.
Endilega smelltu hér til að skoða allar (staðfest) fréttirnar.
We are delighted to announce the signing of Randal Kolo Muani on a season-long loan from Paris Saint-Germain ??
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) September 1, 2025
Athugasemdir