Senne Lammens er lentur í Manchester og er mættur á æfingasvæði Manchester United.
Þar mun hann gangast undir læknisskoðun og ganga frá félagaskiptum sínum til United.
Þar mun hann gangast undir læknisskoðun og ganga frá félagaskiptum sínum til United.
Man Utd var að velja á milli Lammens og Emi Martinez hjá Aston Villa, en United ákvað að lokum að velja Belgann sem er talinn eiga bjarta framtíð fyrir höndum.
United borgar rúmlega 18 milljónir punda fyrir Lammens sem er 23 ára gamall.
Lammens var besti markvörðurinn í Belgíu á síðasta tímabili og hefur hann verið sterklega orðaður við Man Utd í mestallt sumar. Svo kom Villa inn í myndina á síðustu dögum en hann er að ganga í raðir United.
Athugasemdir