Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
banner
   mán 01. september 2025 08:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lánaður fyrir tæpum mánuði en er að snúa aftur til Chelsea
Mynd: EPA
Chelsea ætlar að kalla Marc Guiu til baka úr láni frá Sunderland vegna meiðsla Liam Delap. Sky Sports greinir frá þessu.

Delap meiddist aftan í læri á dögunum og gæti verið frá í allt að tvo mánuði.

Chelsea var við það að lána Nicolas Jackson til Bayern en hann verður áfram hjá félaginu vegna meiðsla Delap.

Chelsea bauð 35 milljónir punda í Fermin Lopez, sóknarmann Barcelona, en hann kom við sögu í 1-1 jafntefli liðsins gegn Rayo Vallecano í gær.
Athugasemdir
banner