Nýliðar Leeds United eru í viðræðum við Fulham um velska vængmanninn Harry Wilson. Fréttastofa Sky Sports greinir frá þessu í dag.
Leeds vill bæta einum sóknarsinnuðum leikmanni við hópinn fyrir gluggalok.
Félagið reyndi að fá Facundo Buonanotte frá Brighton, en hann valdi að fara til Chelsea á láni út tímabilið.
Sky Sports segir Leeds komið í viðræður við Fulham um Wilson, en Leedsarar eru í tímaþröng enda aðeins nokkrir klukkutímar í gluggalok.
Wilson hefur byrjað einn deildarleik með Fulham á tímabilinu og komið inn á í tveimur.
Athugasemdir