Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 18:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man Utd lánar ungan varnarmann til Sheffield Wednesday (Staðfest)
Mynd: Manchester United
Man Utd hefur lánað varnarmanninn unga Harry Amass til Sheffield Wednesday út tímabilið.

Amass er 18 ára vinstri bakvörður en hann kom við sögu í fimm leikjum með Man Utd á síðustu leiktíð.

Hann mun nú næla sér í dýrmæta reynslu en það er að spila í Championship deildinni þar sem Sheffield er með eitt stig eftir fjórar umferðir.

Það hefur verið nóg að gera hjá Man Utd undir lok félagaskiptagluggans en Antony og Rasmus Höjlund hafa yfirgefið félagið.


Athugasemdir
banner