Manchester United og Real Betis hafa aftur náð samkomulagi um Brasilíumanninn Antony.
Félögin náðu saman í síðustu viku en þá var vesen varðandi launin hjá Antony. Betis var ekki tilbúið að borga það sem hann var að biðja um í laun.
Félögin náðu saman í síðustu viku en þá var vesen varðandi launin hjá Antony. Betis var ekki tilbúið að borga það sem hann var að biðja um í laun.
Félögin hafa hins vegar náð aftur saman núna. Antony verður seldur fyrir 25 milljónir evra og mun United fá 50 prósent af næstu sölu líka.
Það er talið að Antony sé að taka á sig launalækkun til að ganga í raðir Betis.
Antony kostaði United um 100 milljónir evra árið 2022 og félagið er því að tapa gríðarlegum fjárhæðum á honum. Hann fann sig aldrei á Old Trafford.
Antony mun í dag ferðast til Spánar og gangast undir læknisskoðun. Hann lék vel á láni með Betis á síðustu leiktíð.
Athugasemdir