Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 11:06
Kári Snorrason
Milner næst yngsti og næst elsti markaskorari ensku úrvalsdeildarinnar
Lengi lifir í gömlum glæðum.
Lengi lifir í gömlum glæðum.
Mynd: EPA
James Milner skoraði í fræknum 2-1 sigri Brighton á Manchester City í gær. Með marki gærdagsins er Milner orðinn bæði næst-yngsti markaskorari úrvalsdeildarinnar og næst-elsti markaskorarinn í ensku úrvalsdeildinni.

Milner er í dag 39 ára og 240 daga ára gamall, en hann skoraði fyrsta mark sitt í úrvalsdeildinni árið 2002 með uppeldisfélaginu Leeds gegn Sunderland, þá ekki nema 16 ára og 356 daga gamall.

Elsti markaskorari úrvalsdeildarinnar er Teddy Sheringham, en hann skoraði í leik með West Ham gegn Portsmouth, árið 2006, þegar hann var orðinn 40 ára og 268 daga gamall.

Yngsti markaskorari deildarinnar er James Vaughan, sem skoraði fyrir Everton gegn Crystal Palace árið 2005, aðeins 16 ára og 270 daga gamall.
Athugasemdir
banner
banner