Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 16:35
Brynjar Ingi Erluson
Musah til Atalanta (Staðfest)
Mynd: Atalanta
Bandaríski landsliðsmaðurinn Yunus Musah er kominn til Atalanta á láni frá AC Milan.

Musah er 22 ára gamall miðjumaður sem er uppalinn hjá Arsenal og Valencia.

Hann hefur síðustu tvö ár spilað með AC Milan og nokkuð stórt hlutverk í liðinu.

Nú er hann kominn til Atalanta á láni út tímabilið en Atalanta á möguleika á að gera skiptin varanleg fyrir 25 milljónir evra á meðan lánsdvölinni stendur.

Endilega smelltu hér til að skoða allar (staðfest) fréttirnar.


Athugasemdir