Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 15:18
Brynjar Ingi Erluson
Palace reynir að fá Solomon frá Tottenham
Mynd: EPA
Bikarmeistarar Crystal Palace eru í viðræðum við Tottenham um að fá ísraelska landsliðsmanninn Manor Solomon á láni út leiktíðina en þetta kemur fram á Athletic.

Tottenham er að fá franska sóknarmanninn Randal Kolo Muani á láni frá Paris Saint-Germain og er því Solomon frjálst að finna sér annað félag fyrir lok gluggans.

Solomon gekk í raðir Tottenham á síðasta ári, en lék aðeins átta leiki vegna meiðsla og var síðan lánaður til Leeds þar sem hann skoraði 10 mörk er Leeds komst aftur upp í úrvalsdeildina.

Athletic segir Palace komið í viðræður um að fá Solomon á láni út tímabilið.

Ísraelinnn sat allan tímann á varamannabekknum gegn Bournemouth um helgina eftir að hafa missts af fyrstu tveimur leikjunum vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner