Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   mán 01. september 2025 11:14
Kári Snorrason
Reiss Nelson í læknisskoðun hjá Brentford
Reiss Nelson.
Reiss Nelson.
Mynd: EPA
Reiss Nelson er á leiðinni í læknisskoðun hjá Brentford, en hann kemur til félagsins á lánssamningi frá Arsenal.

Blaðamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá að Englendingurinn hafi neitað öðrum úrvalsdeildarfélögum, sem og fleiri félögum á erlendri grundu.

Kantmaðurinn hefur verið orðaður við Crystal Palace og Fulham. Hann á enn tvö ár eftir af samningi hjá Arsenal.

Nelson er 25 ára gamall og er ekki hluti af áformum Mikel Arteta hjá Arsenal. Leikmaðurinn kom við sögu í 12 leikjum á láni hjá Fulham á meiðslahrjáðri síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner