Danski miðjumaðurinn Marcel Römer mun klára tímabilið með KA en þetta herma heimildir Fótbolta.net.
Römer kom til KA-manna fyrir tímabilið eftir að hafa leikið með danska félaginu Lyngby, þar sem hann gegndi meðal annars hlutverki fyrirliða.
Hann hefur spilað 18 leiki í Bestu deildinni á tímabilinu, en liðinu hefur gengið mjög vel síðustu vikur og er sem stendur í 9. sæti með 26 stig og á það enn möguleika á að enda í efri hlutanum.
Danski miðillinn Bold sagði á dögunum frá því að Römer væri á leið til HB Köge í heimalandinu, en það mun ekki gerast strax.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net mun hann klára tímabilið með KA og hjálpa liðinu í þessum síðustu sex leikjum sem eftir eru.
Hann mun síðan ganga í raðir HB Köge um áramótin er samningur hans við KA rennur út.
Athugasemdir