Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 18:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rúnar Þór til Sönderjyske (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Þór Sigurgeirsson er genginn til liðs við danska liðið Sonderjyske frá hollenska liðinu Willem II.

Samningi hans við Willem II var rift svo hann fer til Sonderjyske á frjálsri sölu. Hann skrifar undir fjögurra ára samning við félagið.

Rúnar er 25 ára gamall vinstri bakvörður. Hann er uppalinn í Keflavík en hann gekk til liðs við Öster og síðan Willem II árið 2023.

Sönderjyske er með tíu stig eftir sjö umferðir í efstu deild. Daníel Leó Grétarsson og Kristall Máni Ingason eru leikmenn liðsins.

Endilega smelltu hér til að skoða allar (staðfest) fréttirnar.


Athugasemdir
banner
banner