Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 15:10
Brynjar Ingi Erluson
Stefnir í met hjá Liverpool
Michael Edwards (yfirmaður fótboltamála hjá FSG) og Richard Hughes (yfirmaður fótboltamála hjá Liverpool) hafa verið á eldi í sumar
Michael Edwards (yfirmaður fótboltamála hjá FSG) og Richard Hughes (yfirmaður fótboltamála hjá Liverpool) hafa verið á eldi í sumar
Mynd: Liverpool
Englandsmeistarar Liverpool eru við það að setja nýtt met í eyðslu í einum sumarglugga.

Liverpool hefur eytt 290 milljónum punda í leikmannakaup í sumar og eru tveir leikmenn væntanlegir áður en glugginn lokar.

Félagið keypti Florian Wirtz, Jeremie Frimpong, Milos Kerkez, Giovanni Leoni, Armin Pecsi og Hugo Ekitike í sumar, en þeir Alexander Isak og Marc Guehi eru næstir í röðinni.

Sögunni endalausu um Isak er að ljúka. Liverpool greiðir Newcastle 125 milljónir punda og þá hefur Fabrizio Romano fullyrt að Guehi sé á leið til félagsins frá Crystal Palace fyrir 35 milljónir punda.

Liverpool mun bæta metið og rúmlega það. Þegar þessi kaup eru frágengin mun Liverpool hafa eytt 450 milljónum punda og bætir þar með 400 milljóna punda met Chelsea frá 2023.
Athugasemdir