Það hefur verið nóg að gera hjá Sunderland á leikmannamarkaðnum í sumar og nýliðarnir ætla ekki að láta kyrrt liggja á gluggadeginum.
Marc Guiu er á leið aftur til Chelsea eftir að hann var lánaður til Sunderland fyrr í sumar. Félagið ætlar að leysa hann af hólmi með Brian Brobbey, sóknarmanni Ajax.
Marc Guiu er á leið aftur til Chelsea eftir að hann var lánaður til Sunderland fyrr í sumar. Félagið ætlar að leysa hann af hólmi með Brian Brobbey, sóknarmanni Ajax.
Brobbey er að ganga í raðir Sunderland fyrir 25 milljónir evra en samkomulag er í höfn á milli félagana.
Brobbey er 23 ára gamall sóknarmaður sem hefur spilað átta landsleiki fyrir Holland.
Þá er Sunderland einnig að landa öðrum hollenskum varnarmanni því Lutsharel Geertruida er að koma frá RB Leipzig. Hann er fjölhæfur varnarmaður sem hefur spilað 17 landsleiki fyrir Hollendinga.
Athugasemdir