Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 17:49
Kári Snorrason
Ten Hag tjáir sig um brottreksturinn: „Sambandið var aldrei byggt á gagnkvæmu trausti“
Erik ten Hag var rekinn frá Bayer Leverkusen í morgun.
Erik ten Hag var rekinn frá Bayer Leverkusen í morgun.
Mynd: EPA
Erik ten Hag segir brottreksturinn frá Leverkusen hafa komið sér verulega á óvart í yfirlýsingu sinni varðandi brottreksturinn. Þjálfarinn var rekinn í morgun frá Bayer Leverkusen eftir einungis tvær umferðir í þýsku úrvalsdeildinni.

„Ákvörðun stjórnenda Bayer Leverkusen í morgun um að setja mig í leyfi frá störfum kom mér algjörlega í opna skjöldu. Að skilja við þjálfara eftir aðeins tvo deildarleiki er einsdæmi.“

„Í sumar yfirgáfu margir lykilmenn, sem höfðu átt þátt í fyrri árangri, hópinn. Að byggja upp nýtt, samstillt lið er vandasamt ferli sem krefst bæði tíma og trausts.“


Hann segir þjálfara verðskulda að fá tíma og svigrúm til að innleiða nýja sýn á liðið og segir jafnframt að samband hans og stjórnar Leverkusen aldrei hafa verið byggt á gagnkvæmu trausti.

„Mér finnst þetta aldrei hafa verið samband sem byggðist á gagnkvæmu trausti. Á ferli mínum hef ég ávallt fengið að ljúka hverju tímabili sem þjálfari, og það hefur skilað árangri.

„Lið sem hafa lagt traust sitt á mig hafa verið launuð með árangri og titlum,“
segir sá hollenski og þakkar leikmönnum, starfsfólki og stuðningsmönnum Leverkusen að lokum.
Athugasemdir
banner
banner