Juventus hefur undanfarið verið að reyna að krækja í franska framherjann Randal Kolo Muani frá Paris Saint-Germain en það er ekki að ganga eftir.
Juventus er þess í stað að fá belgíska sóknarmanninn Lois Openda frá RB Leipzig.
Juventus er þess í stað að fá belgíska sóknarmanninn Lois Openda frá RB Leipzig.
Því gæti Kolo Muani verið á leið í enska boltann. Franska íþróttablaðið L'Equipe segir að þrjú félög á Englandi séu að sýna honum áhuga.
Það eru Tottenham, Aston Villa og Newcastle.
Kolo Muani, sem er 26 ára, skoraði tíu mörk í 22 leikjum á láni með Juventus á síðustu leiktíð. Hann hefur spilað 31 landsleik fyrir Frakkland og skorað níu mörk.
Athugasemdir