Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 08:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tímalínan yfir hina löngu Isak til Liverpool sögu
Alexander Isak.
Alexander Isak.
Mynd: EPA
Isak er að ganga í raðir Liverpool.
Isak er að ganga í raðir Liverpool.
Mynd: EPA
Isak er óvinsæll hjá stuðningsmönnum Newcastle.
Isak er óvinsæll hjá stuðningsmönnum Newcastle.
Mynd: EPA
Alexander Isak verður leikmaður Liverpool síðar í dag. Englandsmeistararnir eru að ganga frá kaupum á honum fyrir 130 milljónir punda.

Þetta hefur verið löng saga sem hefur tekið allt sumarið nánast. Skoðum aðeins tímalínuna.

25. maí - Isak endar 2024-25 tímabilið sem markahæsti leikmaður Newcastle með 27 mörk í 42 leikjum.

19. júlí - Eddie Howe, stjóri Newcastle, segir að Isak verði klárlega með liðinu í æfingaferð í Asíu eftir að hann hafði misst af æfingaleik gegn Celtic. Hann fór síðan ekki með í æfingaferðina.

23. júlí - Liverpool kaupir sóknarmanninn Hugo Ekitike frá Eintracht Frankfurt fyrir 69 milljónir punda.

24. júlí - Isak tjáir Newcastle það að hann vilji skoða í kringum sig. Í kjölfarið má segja að hann fari í verkfall þar sem hann æfir ekki né spilar með liðinu.

28. júlí - Heimildarmenn BBC segja að Liverpool hafi mikinn áhuga á Isak þrátt fyrir kaupin á Ektike sem spilar í sömu stöðu.

31. júlí - Isak æfir einn hjá sínu fyrrum félagi, Real Sociedad.

1. ágúst - Newcastle hafnar 110 milljón punda tilboði frá Liverpool í Isak. Í kjölfarið komu fréttir um að Liverpool væri hugsanlega hætt að eltast við sóknarmanninn.

4. ágúst - Isak snýr aftur á æfingasvæði Newcastle en æfir fjarri hópnum.

8. ágúst - Howe segist ekki geta verið með Isak í liðinu eins og staðan væri á þeim tímapunkti.

16. ágúst - Isak er ekki hluti af hópi Newcastle gegn Aston Villa í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Hann vill ekki spila með liðinu.

19. ágúst Isak gefur út yfirlýsingu þar sem hann segir Newcastle hafa brotið loforð sem félagið hafi gefið sér og sambandið við félagið sé þessi eðlis að það geti ekki haldið áfram. Newcastle svarar með yfirlýsingu þar sem félagið segir að engin loforð hafi verið gefin.

30. ágúst - Newcastle tilkynnir um kaup á þýska sóknarmanninum Nick Woltemade frá Stuttgart.

1. september - Liverpool kemst að samkomulagi um kaup á Isak.
Athugasemdir
banner