Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 10:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir frá Arsenal á leið til Hamborgar
Fabio Vieira.
Fabio Vieira.
Mynd: EPA
Það er búist við því að Arsenal muni láta tvo leikmenn fara til þýska félagsins HSV Hamburg í dag.

Það er í fyrsta lagi portúgalski miðjumaðurinn Fabio Vieira sem er á leið þangað á láni með kaupmöguleika.

Svo er það belgíski miðjumaðurinn Albert Sambi Lokonga sem fer alfarið þangað yfir.

Hamburg er stórt félag í Þýskalandi en hefur svolítið verið í B-deild undanfarin misseri. Félagið er hins vegar komið aftur upp í þýsku úrvalsdeildina núna.
Athugasemdir
banner