Patrick Vieira, stjóri Genoa, var mjög ánægður með frammistöðu Mikaels Egils Ellertssonar í naumu tapi liðsins gegn Juventus í ítölsku deildinni í gær.
Mikael kom sér tvisvar í góða stöðu til að skora en Michele Di Gregorio, markvörður Juventus, varði frá honum og Joao Mario, varnarmaður Juventus, komst fyrir skot á ögurstundu.
Mikael kom sér tvisvar í góða stöðu til að skora en Michele Di Gregorio, markvörður Juventus, varði frá honum og Joao Mario, varnarmaður Juventus, komst fyrir skot á ögurstundu.
„Við áttum meira skilið úr þessum leik. Mikael átti mjög góðan leik. Við þurfum að halda þessu hugarfari, við spiluðum með karakter, hugrekki og áræðni, það er klárlega rétta hugarfarið," sagði Vieira.
Genoa er með eitt stig eftir tvær umferðir. Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Como þann 15. september.
Mikael er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Aserbaísjan á Laugardalsvelli föstudaginn 5. september og Frakklandi á Parc des Princes þriðjudaginn 9. september.
Athugasemdir