Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 19:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Wilson verður áfram hjá Fulham
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harry Wilson verður áfram í herbúðum Fulham. Leeds reyndi að fá hann undir lok félagaskiptagluggans en það gekk ekki upp.

Wilson er með landsliði Wales í Cardiff þar sem liðið undirbýr sig undir leik gegn Kasakstan í undankeppni HM 2026 á fimmtudaginn.

Hann var í byrjunarliðinu í fyrsta leik Fulham á tímabilinu en hefur komið inn á sem varamaður í hinum tveimur.

Wilson er 28 ára gamall vængmaður sem gekk til liðs við félagið frá LIverpool, fyrst á láni, árið 2021.
Athugasemdir
banner