Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
   mán 01. september 2025 14:16
Brynjar Ingi Erluson
Wolves kaupir hávaxinn framherja frá Genk (Staðfest)
Mynd: Wolves
Nígeríski framherjinn Tolu Arokodare er genginn til liðs við Wolves frá belgíska félaginu Genk fyrir tæpar 24 milljónir punda.

Wolves missti Matheus Cunha og Fabio Silva í þessum glugga og hefur verið í leit að styrkingu fram á við.

Arokodare er 24 ára gamall og skoraði 23 mörk í 45 leikjum með Genk á síðustu leiktíð.

Hann skrifaði undir langtímasamning hjá Úlfunum í dag.

Það er svakaleg hæð í framherjum Wolves en Arokodare er 1,97 sm á hæð. Hann mun passa vel inn í framlínu Wolves, en fyrir eru þeir Jörgen Strand Larsen sem er 1,93 á hæð og þá er tveggja metra turninn Sasa Kalajdzic einnig á mála hjá félaginu.

Það er nóg um að vera á þessum gluggadegi og margt sem getur hafa farið fram hjá þér. Endilega smelltu hér til að skoða allar (staðfest) fréttirnar.


Athugasemdir
banner