Hollywood-lið Wrexham hefur fengið enska miðjumanninn Ben Sheaf frá Coventry City fyrir 6,5 milljónir punda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Wrexham í dag.
Sheaf er 27 ára gamall og gegndi hlutverki fyrirliða hjá Coventry, en hann lék 144 leiki og skoraði 9 mörk á fimm árum sínum hjá félaginu.
Miðjumaðurinn er uppalinn hjá Arsenal en tókst aldrei að spila fyrir aðallið félagsins.
Wrexham hefur nú klófest þennan ágæta leikmann en hann skrifaði undir þriggja ára samning í dag með möguleika á að framlengja samninginn um ár til viðbótar.
Wrexham hefur gert ótrúlega hluti síðan leikararnir Rob McElhenney og Ryan Reynolds festu kaup á félaginu, en það fór upp um þrjár deildir á þremur árum og spilar nú í B-deildinni. Liðið er með 4 stig í 15. sæti eftir 4 leiki.
Endilega smelltu hér til að skoða allar (staðfest) fréttirnar.
Cold brew. Bold signing. Welcome to Wrexham, Ben Sheaf ????
— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) September 1, 2025
????? #WxmAFC
Athugasemdir