Man Utd vill fá Phillips - Newcastle fær leikmenn frá Sádi-Arabíu
banner
   sun 01. október 2023 18:19
Ívan Guðjón Baldursson
Guðmundur Baldvin skoraði - Sara Björk fékk rautt
watermark
Mynd: Mjällby
watermark
Mynd: Getty Images
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Baldvin Nökkvason var í byrjunarliði Mjällby sem tapaði heimaleik gegn Värnamo í efstu deild sænska boltans í dag.

Guðmundur Baldvin skoraði á 38. mínútu til að koma Mjallby í forystu og var staðan 2-1 í leikhlé.

Heimamenn í Mjallby voru sterkari aðilinn og misstu gestirnir leikmann af velli með rautt spjald, en Oscar Johansson reyndist hetja Varnamo þar sem hann skoraði og lagði upp í síðari hálfleik.

Tíu leikmenn Varnamo komu þannig til baka og unnu góðan sigur. Bæði lið sigla lygnan sjó um miðja deild þegar aðeins fimm umferðir eru eftir af deildartímabilinu.

Kolbeinn Þórðarson var þá meðal bestu leikmanna vallarins í 1-1 jafntefli Göteborg á útivelli gegn Hammarby. Kolbeinn lék allan leikinn á miðjunni hjá Gautaborg á meðan Adam Ingi Benediktsson sat á bekknum. Jón Guðni Fjóluson var ekki í hóp hjá Hammarby vegna meiðsla.

Göteborg er þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið eftir gott gengi síðustu vikna á meðan Hammarby siglir lygnan sjó.

Mikael Neville Anderson lék þá allan tímann í 2-1 tapi Árósa gegn Vibborg í efstu deild danska boltans.

Århus er með 13 stig eftir 10 umferðir og hefur ekki unnið deildarleik í rúman mánuð.

Mjallby 2 - 3 Varnamo
1-0 M. Fenger ('8)
1-1 A. Zeljkovic ('17)
2-1 Guðmundur Baldvin Nökkvason ('38)
2-2 O. Johanson ('74, víti)
2-3 G. Engvall ('87)
Rautt spjald: E. Grozdanic, Varnamo ('41)

Hammarby 1 - 1 Göteborg

Viborg 2 - 1 Aarhus

Juventus 4 - 1 Sampdoria

1-0 M. Garbino ('21)
1-1 Taty ('51, víti)
2-1 L. Beerensteyn ('63)
3-1 C. Girelli ('66)
4-1 L. Beerensteyn ('77)
Rautt spjald: Sara Björk Gunnarsdóttir, Juve ('69)

Að lokum var Sara Björk Gunnarsdóttir í byrjunarliði Juventus og fékk hún tvö gul spjöld í þægilegum 4-1 sigri gegn Sampdoria.

Stjörnum prýtt lið Juve var með 1-0 forystu í leikhlé en gestunum frá Genúa tókst að jafna með marki úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks.

Það gerði lítið til þar sem hollenska landsliðskonan Lineth Beerensteyn setti tvennu til að innsigla sigur heimakvenna.

Juve er með sex stig eftir tvær fyrstu umferðir nýs tímabils.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner