Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
   sun 01. október 2023 23:02
Sölvi Haraldsson
Haukur Páll um framtíðina: Ég er ekki hættur í fótbolta
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður bara vel. Það er gaman að vinna fótboltaleiki og manni líður alltaf vel eftir að vinna fótboltaleiki.“ sagði Haukur Páll, fyrirliði Vals, eftir 4-1 sigur á FH í seinasta heimaleik Vals á tímabilinu.


Lestu um leikinn: Valur 4 -  1 FH

Haukur Páll þurfti að fara meiddur af velli eftir tæpan hálftímaleik en hann var búinn að kvarta nokkrum sinnum áður um einhver meiðsli.

Ég veit ekki hvað þetta var. Ég gat ekki haldið áfram en vonandi er þetta ekkert alvarlegt. Ég veit í raun og veru ekki hvað kom fyrir en ég þurfti að biðja um skiptingu.

Haukur vonast einnig eftir því að geta náð því að spila lokaleikinn sem verður á útivelli gegn Víkingi.

Haukur var hæstánægður með sína menn í dag og fannst þetta vera verðskuldaður sigur Valsmanna.

Heilt yfir mjög góður leikur Valsliðsins. Heilt yfir sanngjarn sigur og margir góðir og flottir spilkaflar. Sanngjarnt bara.

Það hafa margar sögur farið af stað um að þetta hafi mögulega verið seinasti heimaleikur Hauk Páls fyrir Val en hann er ekki viss með það.

Nei. Ég er að renna út af samning og það verður bara að koma í ljós. Klúbburinn verður eiginlega bara að svara þér. Það er ekki ég sem býð mér nýjan samning en ég er ekki hættur í fótbolta. Ég hef ótrúlega gaman af þessu. Um leið og ég fæ leið af þessu mun ég hætta. Ég er í toppformi og langar ekki að hætta í fótbolta. En þú verður að fá svar við þessari spurningu frá einhverjum öðrum en mér.“

Mér langar bara að halda áfram í fótbolta. Ef Valur býður mér nýjan samning þá skoða ég það. Hvað sem það verður, það verður bara að koma í ljós.“ sagði Haukur Páll að lokum eftir 4-1 sigur Valsliðsins á FH í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner