Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
   sun 01. október 2023 17:58
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Atalanta og Juventus skildu jöfn í Evrópuslag
Mynd: EPA
Atalanta 0 - 0 Juventus

Það var markalaust þegar Atalanta og Juventus áttust við í áhugaverðum stórleik í efstu deild ítalska boltans.

Fyrri hálfleikurinn var tíðindalítill þar sem jafnræði ríkti með liðunum á vellinum, en heimamenn í Atalanta tóku stjórn í síðari hálfleik.

Atalanta átti þó í miklum erfiðleikum með að brjóta vörn gestanna á bak aftur en komst nálægt því að skora í tvígang, en inn rataði boltinn ekki.

Niðurstaðan 0-0 jafntefli í Meistaradeildarbaráttunni, þar sem talið er að Atalanta og Juve séu meðal félaga sem munu berjast um fjórða sæti ítölsku deildarinnar á leiktíðinni. Talið er að Inter, AC Milan og Napoli geti barist um titilinn.

Juve er með 14 stig eftir 7 fyrstu umferðir tímabilsins, einu stigi meira heldur en Atalanta.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 7 5 1 1 11 4 +7 16
2 Inter 7 5 0 2 18 8 +10 15
3 Napoli 7 5 0 2 12 7 +5 15
4 Roma 7 5 0 2 7 3 +4 15
5 Bologna 7 4 1 2 11 5 +6 13
6 Como 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Juventus 7 3 3 1 9 7 +2 12
8 Atalanta 7 2 5 0 11 5 +6 11
9 Sassuolo 7 3 1 3 8 8 0 10
10 Cremonese 6 2 3 1 7 8 -1 9
11 Lazio 7 2 2 3 10 7 +3 8
12 Cagliari 7 2 2 3 6 8 -2 8
13 Udinese 6 2 2 2 6 9 -3 8
14 Torino 7 2 2 3 6 13 -7 8
15 Parma 7 1 3 3 3 7 -4 6
16 Lecce 7 1 3 3 5 10 -5 6
17 Verona 7 0 4 3 2 9 -7 4
18 Fiorentina 7 0 3 4 5 10 -5 3
19 Genoa 7 0 3 4 3 9 -6 3
20 Pisa 7 0 3 4 3 10 -7 3
Athugasemdir
banner
banner