Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 01. október 2023 11:20
Brynjar Ingi Erluson
Tveir stuðningsmenn Sheffield Wednesday handteknir - „Leyfum lögreglunni að eiga við þessi skítseiði“
Bradley Lowery og hetjan hans, Jermain Defoe, á góðu augnabliki
Bradley Lowery og hetjan hans, Jermain Defoe, á góðu augnabliki
Mynd: Getty Images
Tveir menn hafa verið handteknir eftir að stuðningsmenn Sunderland tilkynntu lögreglunni um ljótt athæfi á leik liðsins gegn Sheffield Wednesday á föstudag.

Sunderland vann leikinn 3-0 og fór það eitthvað illa í tvo stuðningsmenn Wednesday, sem reyndu að hæðast að stuðningsmönnum Sunderland með því að sýna þeim myndir af Bradley Lowery, ungum stuðningsmanni félagsins, sem lést árið 2017 eftir hetjulega baráttu við krabbamein.

Stuðningsmennirnir tveir hlógu á meðan þeir bentu á skjáinn, þar sem mátti sjá mynd af Lowery.

Lowery varð einhverskonar heillagripur Sunderland-manna og skapaði fallegt og sérstakt vinasamband með hetju sinni, Jermain Defoe.

Mennirnir tveir sem voru handteknir af lögreglunni í Yorkshire eru 27 og 31 árs gamlir, en þeir eru áfram í gæsluvarðhaldi á meðan málið er til rannsóknar.

Móðir Lowery segist miður sín yfir þessari hegðun.

„Skiljanlega er fólk reitt og ég væri það líka ef ég væri ekki alveg miður mín yfir þessu. Bradley var og er enn elskaður af fótboltasamfélaginu, sem ég verð ævinlega þakklát fyrir, en ég verð að biðja alla um að leyfa lögreglunni að vinna sína vinnu og eiga við þessi skítseiði

„Ég vil þakka Sheffield Wednesday fyrir að fordæma þetta um leið og stuðninginn sem stuðningsmenn þeirra hafa sýnt,“ sagði móðir Lowery.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner