Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
banner
   þri 01. október 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skórnir á leið upp á hillu hjá einum mesta snillingi fótboltans
Andres Iniesta.
Andres Iniesta.
Mynd: Getty Images
Andres Iniesta, einn besti fótboltamaður sem spilað hefur leikinn, er að leggja skóna á hilluna.

Iniesta, sem er orðinn fertugur, hefur verið án félags frá því hann yfirgaf Emirates Club í Sameinuðu arabísku furstadæmunum núna í júlí.

Samkvæmt Relevo mun Iniesta tilkynna það formlega að hann sé hættur í fótbolta í næstu viku.

Magnaður ferill Iniesta teygir sig yfir 22 ár en hann spilaði sinn fyrsta leik með Barcelona árið 2002. Hann er auðvitað þekktastur fyrir tíma sinn hjá Börsungum þar sem hann og Xavi léku listir sínar á miðsvæðinu með sjálfan Lionel Messi í kringum sig.

Iniesta var ótrúlegur miðjumaður og verður að teljast sem einn besti fótboltamaður sögunnar. Hann spilaði 131 landsleik fyrir Spán og skoraði 13 mörk, þar á meðal sigurmarkið í úrslitaleiknum á HM 2010.


Athugasemdir
banner
banner
banner