Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 01. nóvember 2024 10:00
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmenn Sporting eru niðurbrotnir
Rúben Amorim, stjóri Sporting Lissabon.
Rúben Amorim, stjóri Sporting Lissabon.
Mynd: EPA
Stuðningsmenn Sporting Lissabon.
Stuðningsmenn Sporting Lissabon.
Mynd: EPA
„Stuðningsmenn Sporting eru algjörlega niðurbrotnir. Samband þeirra við Rúben Amorim er mjög náið," segir portúgalska blaðakonan Mariana Fernandes.

Ljóst er að Amorim er að taka við Manchester United sem nýtti sér riftunarákvæði í samningi hans við portúgalska félagið. Amorim hefur tvívegis gert Sporting að portúgölskum meistara og liðið er á toppnum núna með fullt hús stiga.

„Liðið var í slæmri stöðu þegar hann tók við en hann byggði það upp. Félagið fór í gegnum tvo áratugi án þess að vinna titilinn. Hann byggði liðið upp og varð andlit verkefnisins svo Amorim á stað í hjarta stuðningsmanna Sporting. Þeir eru mjög svekktir. Þeir bjuggust ekki við því að missa stjórann þessum tímapunkti en ég held að þeir sýni þessu skilning."

„Það verður sérstakt andrúmsloft á næstu leikjum, leiknum í kvöld gegn Estrela. Í leiknum gegn Nacional á þriðjudag var minna sungið og meiri þögn. Ég held að fólki finnist réttara að hann fari strax í stað þess að stýra næstu þremur leikjum. Það verður erfiðara að kveðja hann, hann er sem stendur mikilvægasti stjóri í sögu Sporting."

Amorim hefur sagt að mál sín skýrist í kvöld, eftir leik Sporting gegn Estrela. Beðið er eftir fréttamannafundi hans eftir leikinn með mikilli eftirvæntingu.
Athugasemdir
banner
banner