Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 01. desember 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
De Zerbi: Sögulegur dagur fyrir Brighton
Roberto De Zerbi
Roberto De Zerbi
Mynd: Getty Images
Brighton tryggði sig áfram í næstu umferð Evrópudeildarinnar í gær með 1-0 sigri sínum á AEK frá Aþenu og náði þar með sögulegum áfanga.

Enska félagið er að spila sitt fyrsta tímabil í Evrópukeppni og er nú þegar komið áfram í umspilið þegar ein umferð er eftir.

De Zerbi viðurkenndi eftir leikinn að AEK hafi verið betri aðilinn í leiknum.

Brighton þarf að vinna Marseille í lokaumferðinni til að komast beint í 16-liða úrslitin og segir De Zerbi það vera stefnuna.

„Okkur líður ótrúlega vel. Við spiluðum ekki vel og ekki eins og við erum vanir að spila. Leikurinn var erfiður en við sýndum sál okkar og þrautseigju.“

„Þetta var sögulegur dagur fyrir Brighton, félagið og stuðningsmennina.“

„Við erum ekki vanir að spila á þennan hátt. Vanalega töpum við leikjum þrátt fyrir að spila betur en andstæðingurinn, alveg eins og AEK gerði í kvöld. Mér fannst AEK betri, en loksins unnum við svona leik.“

„Við stefnum núna á efsta sæti riðilsins. Við verðum að vinna Marseille, sem er frábært lið eins og AEK,“
sagði De Zerbi.
Athugasemdir
banner
banner
banner