Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 01. desember 2023 17:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Einn efnilegasti leikmaður landsins stóð sig vel á reynslu hjá AZ Alkmaar
Lengjudeildin
Tómas Johannessen.
Tómas Johannessen.
Mynd: Grótta
Hinn bráðefnilegi Tómas Johannessen hefur undanfarna daga verið á reynslu hjá AZ Alkmaar, einu stærsta félagi Hollands.

„Tómas Johannessen dvaldi nú á dögunum í Hollandi þar sem hann æfði í viku með AZ Alkmaar. Dvölin hjá Tómasi var mjög farsæl og lék hann tvo leiki með liðinu og skoraði þar þrjú mörk. Vel gert Tómas," segir í tilkynningu Gróttu.

Hinn 16 ára gamli Tómas er að skoða hver sín næstu skref eru en hann var lykilmaður í Lengjudeildarliði Gróttu í sumar.

Tómas hefur farið á reynslu hjá stórum félögum í Evrópu eins og til að mynda Genk í Belgíu, Feyenoord í Hollandi og Malmö í Svíþjóð. Núna bætist AZ við á þann lista. Borussia Dortmund í Þýskalandi er einnig sagt fylgjast með honum.

Ef Tómas fer ekki erlendis þá er líklegt að hann fari í Breiðablik en hann hefur æft með Blikum í vetur.

„Ef það er eitthvað félagi úti sem mér líst vel á og ég er spenntur fyrir þá stekk ég á það í janúar, en ef það eru lið sem ég er kannski ekki viss með þá er ég alls ekkert stressaður að komast út. Eins og ég segi ef það kemur lið sem ég er spenntur fyrir og er heillandi, þá stekk ég á það," sagði Tómas í hlaðvarpsþættinum Ungstirnin á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner