Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   fös 01. desember 2023 23:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Juventus á toppinn eftir dramatískan sigur
Mynd: EPA

Monza 1 - 2 Juventus
0-0 Dusan Vlahovic ('11 , Misnotað víti)
0-1 Adrien Rabiot ('12 )
1-1 Valentin Carboni ('90 )
1-2 Federico Gatti ('90 )


Juventus er komið á toppinn í Serie A í bili að minnsta kosti eftir dramatískan sigur á Monza í kvöld.

Juventus fékk vítaspyrnu snemma leiks en Michele Di Gregorio varði spyrnuna frá Dusan Vlahovic. Juventus fékk hornspyrnu í kjölfarið og Adrien Rabiot átti þá kröftugan skalla og boltinn hafnaði í netinu.

Það var síðan dramatík undir lokin en Valentin Carboni jafnaði metin fyrir Monza en hann ætlaði að senda boltann inn á teiginn en boltinn hafði ekki viðkomu í neinum á leiðinni í netið.

Leiknum var hins vegar ekki lokið og á fjórðu mínútu í uppbótatíma skoraði Federico Gatti sigurmarkið fyrir Juventus. Rabiot átti frábæran sprett inn á teig Monza og náði fyrirgjöf en Gatti hitti ekki boltann í fyrstu tilraun en fékk aðra tilraun og þá negldi hann boltanum í netið.

Juventus er á toppi deildarinnar með eins stigs forystu á Inter sem heimsækir Napoli í sunnudaginn. Monza er í 10. sæti með 18 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner