Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 01. desember 2023 15:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Onana sé næst besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar
Andre Onana.
Andre Onana.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, kom markverðinum Andre Onana til varnar á fréttamannafundi í dag.

Onana hefur verið harðlega gagnrýndur eftir að hann gerði slæm mistök í mikilvægum leik gegn Galatasaray í Meistaradeildinni á dögunum.

Onana átti að gera betur í tveimur af þremur mörkum Galatasaray, jafnvel öllum þremur.

Onana var keyptur til Man Utd frá Inter í sumar, en margir hafa sett spurningamerki við hann á undanförnum vikum. Ten Hag segir hins vegar að Kamerúninn sé næst besti markvörðurinn í ensku úrvalsdeildinni.

„Ef þú skoðar tölfræðina þá sérðu að hann er næst besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar," sagði Ten Hag.

„Hann hefur staðið sig vel en hann hefur gert mistök í Meistaradeildinni. Heilt yfir hefur hann staðið sig vel. Þegar hann hefur spilað illa, þá hefur hann brugðist vel við. Hann er sterkur persónuleiki."

Aðeins Thomas Kaminski hjá Luton hefur komið í veg fyrir fleiri mörk en Onana ef horft er í 'prevented goals' tölfræðina.
Enski boltinn - Vonin veik hjá Rauðu djöflunum
Athugasemdir
banner
banner