Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 02. janúar 2020 21:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Fyrirliðinn Rooney lagði upp í fyrsta leiknum
Wayne Rooney var með fyrirliðabandið hjá Derby.
Wayne Rooney var með fyrirliðabandið hjá Derby.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og enska landsliðsins, sneri aftur í enskan fótbolta í kvöld er hann spilaði í sigri Derby gegn Barnsley í Championship-deildinni.

Rooney samdi við Derby í ágúst síðastliðnum en hann fékk leikheimild þegar félagaskiptaglugginn opnaði um áramót.

Hinn 34 ára gamli Rooney fór beint í byrjunarliðið og fékk einnig fyrirliðabandið. Hann lék allan leikinn.

Hann lét strax að sér kveða og lagði upp fyrsta mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks. Hann tók þá aukasyrnu sem Jack Marriott stýrði í netið.

Elliot Simoes jafnaði fyrir Barnsley snemma í seinni hálfleik, en sjö mínútum eftir jöfnunarmarkið komst Derby aftur yfir þegar Martyn Waghorn skoraði.

Lokatölur voru 2-1 fyrir Derby sem er í 17. sæti deildarinnar með 33 stig. Barnsley er í 23. sæti með 21 stig. Þess má geta að þetta er fyrsti sigur Derby frá 23. nóvember.

Í hinum leik kvöldsins tryggði Yan Dhanda liði Swansea sigur á heimavelli gegn Charlton.

Swansea er í sjötta sæti, sem er umspilssæti, með 41 stig. Charlton er í 19. sæti deildarinnar með 28 stig.

Derby County 2 - 1 Barnsley
1-0 Jack Marriott ('45 )
1-1 Elliot Simoes ('50 )
2-1 Martyn Waghorn ('57 )

Swansea 1 - 0 Charlton Athletic
1-0 Yan Dhanda ('15 )
Athugasemdir
banner
banner
banner