City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   mán 02. janúar 2023 13:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ten Hag lét Bjarna sitja eftir - „Hann er mjög erfiður"
Ten Hag og Rashford.
Ten Hag og Rashford.
Mynd: EPA
Hann var að kenna manni ákveðna lexíu þegar maður var 18-20 ára
Hann var að kenna manni ákveðna lexíu þegar maður var 18-20 ára
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik ten Hag og hans stjórn á leikmannahópi Manchester United var til umræðu í Vellinum á Síminn Sport í gærkvöldi. Ten Hag tók þá ákvörðun að setja Marcus Rashford á varamannabekkinn fyrir leikinn gegn Úlfunum á laugardag í refsingarskyni þar sem Rashford mætti of seint á liðsfund í aðdraganda leiksins. Rashford kom svo inn á sem varamaður í hálfleik og skoraði sigurmark leiksins.

Þeir Bjarni Þór Viðarsson, Gylfi Einarsson og Tómas Þór Þórðarson ræddu málin og má sjá klippuna þar sem umræðan er tekin í spilaranum hér að neðan.

„Nú erum við búnir að sjá Ten Hag vinna Ronaldo stríðið, búinn að gera þetta og Luke Shaw sagði í viðtali eftir leik að stjórinn sé kominn með aga inn í félagið. Shaw einn af þeim fyrstu sem segir það beint út og viðurkenndi að þetta hefur verið vandamál," sagði Tómas.

„Það er galið ef við hugsum þetta þannig - hvað er búið að gerast þarna undanfarin ár - þetta er topplið í heiminum. Það eitt og sér er eitthvað sem þörf er á og sjálfsagður hlutur. Ten Hag er búinn að gera frábærlega," sagði Gylfi.

„Ég held að Jose Mourinho og Louis van Gaal hafi reynt að vera með einhvern aga en Ten Hag hefur kannski fengið stærsta hluta liðsins með sér í verkefnið, stjórnina og ég held flesta stuðningsmenn líka. Hann er grjótharður og hleypir mönnum ekki upp með neitt," sagði Bjarni.

Bjarni lék á sínum ferli m.a. með hollenska liðinu Twente. Hann var leikmaður liðsins á árunum 2008-2009 og þá var Erik ten Hag aðstoðarmaður Steve McClaren sem var við stjórnvölinn.

„Það var mikill agi og ef þú gerðir eitthvað vitlaust þá var það ekki í lagi. Ég var miðjumaður og var látinn í vinstri bak í einum varaliðsleik af því ég hljóp ekki nógu mikið í leiknum á undan - þá var púlsmælir, ekki komin GPS vesti, púlsinn var ekki nógu hár og annað."

„Önnur saga: ég gleymdi hollenskutíma, ég og Cheick Tiote heitinn, McClaren átti reyndar líka að vera í þeim tíma en mætti ekki. Ég þurfti að sitja eftir til fimm alla vikuna hjá Ten Hag."

„Þetta er týpa. Hann er mjög erfiður, ekkert rosalega skemmtilegur en aginn... það er forvitnilegt að fylgjast með honum. Hann var að kenna manni ákveðna lexíu þegar maður var 19-20 ára."

„Hann er alinn upp í Enschede, það er nálægt Þýskalandi - þýski aginn. Hann hefur alltaf verið skipulagður og menn eins og Guardiola tala um það. Hann kemur inn og virðist nákvæmlega vita hvað þurfi að gera til að ná einhverjum árangri."


Hér að neðan má einnig nálgast hlaðvarpsþáttinn Enski boltinn þar sem farið er yfir síðustu umferðina í úrvalsdeildinni og talsvert rætt um Manchester United.

Enski boltinn - Er þetta í alvöru að fara að gerast?
Athugasemdir
banner
banner