Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
banner
   fös 02. janúar 2026 10:45
Elvar Geir Magnússon
Arteta um stöðuna á Rice: Bíðum og sjáum
Declan Rice var ekki með Arsenal í síðasta leik.
Declan Rice var ekki með Arsenal í síðasta leik.
Mynd: EPA
Declan Rice var ekki með Arsenal í 4-1 sigrinum gegn Aston Villa á næstsíðasta degi ársins 2025. Hann meiddist á hné þegar hann var að leysa stöðu bakvarðar í 2-1 sigrinum gegn Brighton & Hove Albion.

„Bíðum og sjáum," sagði Mikel Arteta, stjóri Arsenal, þegar hann var spurður út í stöðuna á Rice í aðdraganda leiksins gegn Bournemouth sem verður 17:30 á morgun.

„Það er önnur æfing í dag. Sjáum hvernig hann kemur út úr henni."

Arteta er ekki vanur að gefa mikið upp á fréttamannafundum en staðfesti þó að varnarmennirnir Riccardo Calafiori og Cristhian Mosquera verða áfram fjarri góðu gamni. Þýski landsliðsmaðurinn Kai Havertz er hinsvegar búinn að jafna sig af meiðslum og verður í hóp á morgun.

Arsenal er með fjögurra stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner