Hansi Flick þjálfari Barcelona staðfesti við fréttamenn að hann vill fá einn varnarmann til að fullkomna leikmannahópinn.
Spánarmeistararnir tróna á toppi spænsku deildarinnar með fjögurra stiga forystu á Real Madrid og hafa verið orðaðir við portúgalska vængbakvörðinn Joao Cancelo.
Cancelo er einnig eftirsóttur af Inter en vill frekar fara til Barcelona ef færi gefst. Hann ætlar því að bíða eftir frekari samskiptum frá Barca, með Inter sem varamöguleika.
Bakvörðurinn sókndjarfi hefur áður spilað bæði fyrir Inter og Barcelona á mögnuðum ferli. Hann fær þó ekki spiltíma hjá Al-Hilal í Sádi-Arabíu þar sem ekki var pláss til að skrá hann í deildarkeppnina, en hann er lykilmaður fyrir liðið í Meistaradeild Asíu.
Cancelo er með eitt og hálft ár eftir af samningi við Al-Hilal en Inter er tilbúið til að senda miðvörð til Sádi-Arabíu í staðinn. Simone Inzaghi þjálfari er hrifinn af Francesco Acerbi og Stefan de Vrij sem léku fyrir hann bæði hjá Lazio og Inter.
Acerbi er 37 ára og De Vrij 33 ára og renna þeir báðir út á samningi næsta sumar. Þeir eiga báðir afmæli í febrúar.
„Þegar ég lít á varnarlínuna þá held ég að okkur vanti einn leikmann í viðbót," sagði Flick á dögunum. „Við þurfum að bíða og sjá hvað gerist, við viljum ekki grípa bara einhvern leikmann. Það er erfitt að finna réttan mann í janúarglugganum."
02.01.2026 19:50
Inter og Al-Hilal gætu skipt á leikmönnum
Athugasemdir



