Dýrastur í sögu félagsins
Ensku bikarmeistararnir í Crystal Palace eru búnir að kynna velska kantmanninn Brennan Johnson til leiks sem nýjan leikmann liðsins.
Palace borgar 35 milljónir punda til að kaupa Johnson úr röðum Tottenham, en hann var markahæsti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð. Þetta gerir hann að dýrustu kaupum í sögu Palace.
Thomas Frank, nýr þjálfari Tottenham sem var ráðinn síðasta sumar, er ekki sérlega hrifinn af Johnson og er leikmaðurinn þess vegna seldur.
Johnson er ekki með sæti í byrjunarliði Tottenham undir stjórn Frank og hefur aðeins skorað 4 mörk á tímabilinu eftir að hafa spilað í heildina rúmar 900 mínútur.
Johnson, sem er 24 ára, vill meiri spiltíma og getur fengið hann hjá Palace. Þar er hann í baráttu við Yeremy Pino og Ismaila Sarr um sæti í byrjunarliðinu.
Hann gerir fjögurra og hálfs árs samning við Palace, sem gildir til sumarsins 2030.
02.01.2026 07:30
Klárar læknisskoðun og verður kynntur hjá Palace í dag
From North London to South.
— Crystal Palace F.C. (@CPFC) January 2, 2026
We are delighted to announce the signing of Brennan Johnson from Tottenham Hotspur ??????
Athugasemdir




