Crystal Palace er svo gott sem búið að ganga frá félagaskiptum fyrir velska kantmanninn Brennan Johnson.
Johnson kemur úr röðum Tottenham fyrir 35 milljónir punda eftir tvö og hálft ár í Tottenham.
Johnson, 24 ára, var markahæsti leikmaður Tottenham í öllum keppnum á síðustu leiktíð. Hann gerði 18 mörk í 51 leik, tveimur meira heldur en Dominic Solanke sem er búinn að vera meiddur stærsta hluta yfirstandandi tímabils.
Enskir fjölmiðlar segja að Johnson sé búinn að standast fyrri hluta læknisskoðunar hjá Palace. Hann lýkur seinni hlutanum í dag áður en hann skrifar undir samning og verður kynntur opinberlega sem nýr leikmaður félagsins.
Johnson mun berjast við Yeremy Pino, Ismaila Sarr og Romain Esse um sæti í byrjunarliðinu hjá Palace undir stjórn Oliver Glasner.
Athugasemdir




