Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
banner
   fös 02. janúar 2026 13:46
Elvar Geir Magnússon
Fullkrug til AC Milan (Staðfest)
Mynd: EPA
Framherjinn Niclas Fullkrug hefur gengið í raðir AC Milan á láni frá West Ham út tímabilið. Ítalska félagið er með ákvæði um að geta keypt hann alfarið.

Fullkrug, sem er 32 ára, var keyptur til West Ham frá Dortmund á 27 milljónir punda 2024 en náði ekki að finna sig í enska boltanum. Hann skoraði aðeins þrjú mörk í 29 leikjum fyrir Hamrana.

„Það hefur ekki gengið að óskum síðasta eina og hálfa árið. Ég vil þakka ykkur fyrir stuðninginn. Hjá West Ham er mikið af góðu fólki sem ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst," segir Fullkrug á Instagram.

AC Milan er í öðru sæti í ítölsku A-deildinni, stigi á eftir Inter. West Ham er í átjánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum frá öruggu sæti.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 21 16 1 4 44 17 +27 49
2 Milan 21 13 7 1 34 16 +18 46
3 Napoli 21 13 4 4 31 17 +14 43
4 Roma 21 14 0 7 26 12 +14 42
5 Juventus 21 11 6 4 32 17 +15 39
6 Como 21 10 7 4 31 16 +15 37
7 Atalanta 21 8 8 5 26 20 +6 32
8 Bologna 21 8 6 7 30 24 +6 30
9 Lazio 21 7 7 7 21 19 +2 28
10 Udinese 21 7 5 9 22 33 -11 26
11 Sassuolo 21 6 5 10 23 28 -5 23
12 Cremonese 21 5 8 8 20 28 -8 23
13 Parma 21 5 8 8 14 22 -8 23
14 Torino 21 6 5 10 21 34 -13 23
15 Cagliari 21 5 7 9 22 30 -8 22
16 Genoa 21 4 8 9 22 29 -7 20
17 Fiorentina 21 3 8 10 23 32 -9 17
18 Lecce 21 4 5 12 13 29 -16 17
19 Pisa 21 1 11 9 16 31 -15 14
20 Verona 21 2 8 11 17 34 -17 14
Athugasemdir
banner
banner