Þýski miðjumaðurinn Pascal Gross er kominn aftur til Brighton eftir eins og hálfs árs fjarveru.
Brighton kaupir 34 ára Gross úr röðum Borussia Dortmund þar sem hann átti eingöngu sex mánuði eftir af samningi.
Brighton borgar um eina og hálfa milljón evra til að kaupa Gross, eftir að Dortmund borgaði tæpar 10 milljónir til að kaupa hann sumarið 2024.
Gross á 261 leik að baki fyrir Brighton og gerir eins og hálfs árs samning við félagið sem gildir til sumarsins 2027.
Hann ruddi sér leið inn í þýska landsliðið fyrir rúmlega tveimur árum síðan og er með 16 leiki að baki þar.
31.12.2025 22:00
Brighton að kaupa Gross frá Dortmund: „Here we go!"
We are delighted to confirm that Pascal Gross has returned to the club for undisclosed terms on a contract until June 2027! ???? pic.twitter.com/ZOaRUJxZ2j
— Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) January 2, 2026
Athugasemdir





