Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
banner
   fös 02. janúar 2026 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola: Ég er samningsbundinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fjölmiðlar hafa mikið verið að velta því fyrir sér hvort spænski þjálfarinn Pep Guardiola ætli að yfirgefa Manchester City eftir tímabilið.

Þær vangaveltur jukust til muna þegar Enzo Maresca hætti sem þjálfari Chelsea á nýársdag. Maresca er gamall lærlingur Guardiola og starfaði náið með honum sem aðstoðarþjálfari Man City áður en hann var ráðinn fyrst til Leicester og svo Chelsea.

Einhverjir fjölmiðlar telja að Maresca hafi sviðsett opinbert rifrildi við stjórnendur Chelsea til að komast burt frá félaginu og taka svo við þjálfun hjá City eftir tímabilið.

   01.01.2026 14:31
Skapaði Maresca ósætti til að taka við Man City?


Guardiola sjálfur hefur verið spurður út í orðrómana en hann segist eiga ennþá nóg eftir af samningi sínum við félagið. Sömu orð og hann hefur endurtekið í fyrri viðtölum þegar hann er spurður út í framtíðina hjá City.

„Eina sem ég get sagt frá mínu sjónarhorni er að Chelsea er að missa ótrúlega góðan þjálfara og stórkostlega manneskju. Hann er magnaður, magnaður þjálfari og magnaður einstaklingur. En þetta er ákvörðun sem er tekin innan Chelsea svo ég get ekkert tjáð mig um hana, ég þekki ekki aðstæður," svaraði Pep þegar hann var spurður út í fyrrum aðstoðarmann sinn.

„Mér líður mjög vel hjá þessu félagi og ég er samningsbundinn. Ég hef endurtekið þetta milljón sinnum á þeim tíu árum sem ég hef verið hérna. Ég er samningsbundinn og ég ætla að virða samninginn. Ég veit ekki hvað gerist í framtíðinni. Ég veit að ég mun fara héðan einn daginn, en ég veit ekki hvenær."

Pep var spurður meira út í framtíðina og sló á létta strengi.

„Viljið þið reka mig? Nei, gott. Launin mín eru svo góð og ég er með eitt ár eftir af samningi."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 19 13 2 4 43 17 +26 41
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 19 10 3 6 30 26 +4 33
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 19 7 8 4 20 18 +2 29
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 19 8 3 8 28 26 +2 27
10 Crystal Palace 19 7 6 6 22 21 +1 27
11 Fulham 19 8 3 8 26 27 -1 27
12 Tottenham 19 7 5 7 27 23 +4 26
13 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 19 5 6 8 25 32 -7 21
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner
banner