Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
   fim 01. janúar 2026 14:31
Ívan Guðjón Baldursson
Skapaði Maresca ósætti til að taka við Man City?
Mynd: EPA
Ítalski þjálfarinn Enzo Maresca hætti hjá Chelsea í dag eftir ósætti við stjórnendur félagsins.

Maresca kvartaði í fjölmiðlum eftir 2-0 sigur gegn Everton í desember. Honum sagðist líða eins og hann nyti ekki nægilegs stuðnings frá stjórnendum félagsins og síðan þá hefur samband hans við stjórnendur súrnað.

Hluti stuðningsmanna Chelsea á þó erfitt með að trúa fjölmiðlasirkúsnum sem hefur verið í kringum brottför Maresca frá félaginu. Þeir telja að Maresca hafi verið að reyna að láta reka sig úr starfinu til að geta tekið við Manchester City af læriföður sínum Pep Guardiola næsta sumar.

Talið er að Maresca hafi skipulagt brottför sína með þessum hætti til að gefa sér nægan tíma í undirbúning fyrir þjálfarastarfið hjá City og til að vekja ekki of mikla athygli með framgöngu sinni. Fótboltaheimurinn verður búinn að gleyma brottför Ítalans frá Chelsea eftir hálft ár og þá getur hann tekið við City án jafn mikillar fjölmiðlaumfjöllunar og gagnrýni sem hefði annars fylgt.

Háværir orðrómar eru uppi um að Guardiola sé á sínu síðasta tímabili við stjórnvölinn hjá Man City og Maresca eigi að taka við.

Maresca vann Sambandsdeildina og HM félagsliða í fyrra og nokkrum mánuðum eftir það skipti hann um umboðsteymi. Þá hefur hann tvívegis sett sig í samband við stjórnendur Chelsea til að láta þá vita af viðræðum við fulltrúa Man City eins og segir til um í samningi hans. Í samningi Maresca segir að hann verður að tilkynna stjórnendum Chelsea þegar hann ræðir við fulltrúa annarra félaga hvort sem það er gert formlega eða óformlega.

   01.01.2026 12:30
Maresca hættur hjá Chelsea (Staðfest)

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir