Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
   fös 02. janúar 2026 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pep: Við sköpuðum nóg til að sigra
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Pep Guardiola var ánægður með frammistöðu lærlinga sinna eftir markalaust jafntefli Manchester City gegn nýliðum Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Man City er fjórum stigum á eftir toppliði Arsenal eftir að hafa misstigið sig á Leikvangi ljóssins.

„Það er alltaf erfitt að koma hingað en þetta var mjög góður leikur. Við sköpuðum ótrúlega mikið af dauðafærum en gátum bara ekki skorað. Við fylgdum leikplaninu ekki nægilega vel eftir í fyrri hálfleik en við vorum frábærir eftir leikhléð," sagði Guardiola eftir jafnteflið.

„Strákarnir voru svolítið með hausana niðri eftir lokaflautið en þeir verða að setja hausana upp útaf því að það er mjög erfiður leikur við Chelsea eftir þrjá daga. Við sköpuðum meira en nóg af færum til að vinna þennan leik.

„Við verðum að sætta okkur við þetta stig, það er engum að kenna nema okkur að hafa ekki unnið í dag. Við klúðruðum þessum færum. Við vorum lélegir í fyrri hálfleik en virkilega góðir í þeim seinni."


Pep hrósaði Sunderland einnig fyrir góða frammistöðu á heimavelli og var mjög ánægður með innkomu Rodri af bekknum eftir meiðsli.

Man City er með 41 stig eftir 19 umferðir.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
11 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
12 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
13 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner
banner