Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
   fös 02. janúar 2026 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn um helgina - Nágrannarnir reyna að stríða Barcelona
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Rayo Vallecano og Getafe eigast við í fyrsta leik eftir jólafrí í spænska boltanum. Liðin eru í neðri hluta deildarinnar og mætast í kvöld en svo eru afar spennandi leikir yfir helgina.

Á morgun, laugardag, spilar Barcelona nágrannaslag við spútnik lið Espanyol. Spánarmeistarar Barca tróna á toppi La Liga með fjögurra stiga forystu sem stendur, þrettán stigum fyrir ofan Espanyol sem er óvænt í baráttu um meistaradeildarsæti.

Valencia og Athletic Bilbao eiga einnig útileiki á morgun áður en Villarreal mætir til leiks gegn Elche. Villarreal hefur verið að eiga frábært tímabil í deildinni og getur klifrað upp í þriðja sæti með sigri.

Sevilla og Real Madrid eiga svo heimaleiki á sunnudaginn. Sevilla spilar við botnlið Levante áður en Real Madrid tekur á móti Real Betis í spennandi slag. Madrídingar eru fjórum stigum á eftir Börsungum í titilbaráttunni eftir slakt gengi undanfarnar vikur og þurfa á sigri að halda. Betis er að gera fína hluti og situr í evrópusæti sem stendur.

Alavés og Mallorca eiga svo heimaleiki áður en Real Sociedad spilar við Atlético Madrid í lokaleik helgarinnar. Orri Steinn Óskarsson er enn fjarverandi vegna meiðsla og hefur Sociedad verið að ganga illa að undanförnu.

Liðsfélagar Orra Steins eru aðeins búnir að ná í eitt stig úr síðustu fjórum deildarleikjum, sem kom á útivelli gegn botnliði Levante. Atlético Madrid er aftur á móti í harðri baráttu í meistaradeildarsæti og þarf nokkra sigra í röð auk hagstæðra úrslita annars staðar til að geta strítt titilbaráttuliðunum.

Föstudagur
20:00 Rayo Vallecano - Getafe

Laugardagur
13:00 Celta Vigo - Valencia
15:15 Osasuna - Athletic Bilbao
17:30 Elche - Villarreal
20:00 Espanyol - Barcelona

Sunnudagur
13:00 Sevilla - Levante
15:15 Real Madrid - Real Betis
17:30 Alaves - Real Oviedo
17:30 Mallorca - Girona
20:00 Real Sociedad - Atletico Madrid
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 20 16 1 3 54 22 +32 49
2 Real Madrid 20 15 3 2 43 17 +26 48
3 Villarreal 19 13 2 4 37 19 +18 41
4 Atletico Madrid 20 12 5 3 35 17 +18 41
5 Espanyol 20 10 4 6 23 22 +1 34
6 Betis 20 8 8 4 33 25 +8 32
7 Celta 20 8 8 4 28 20 +8 32
8 Elche 20 5 9 6 27 26 +1 24
9 Real Sociedad 20 6 6 8 26 28 -2 24
10 Athletic 20 7 3 10 19 28 -9 24
11 Girona 20 6 6 8 20 34 -14 24
12 Osasuna 20 6 4 10 21 24 -3 22
13 Vallecano 20 5 7 8 16 25 -9 22
14 Sevilla 20 6 3 11 26 32 -6 21
15 Mallorca 20 5 6 9 24 30 -6 21
16 Getafe 20 6 3 11 15 26 -11 21
17 Valencia 20 4 8 8 19 31 -12 20
18 Alaves 20 5 4 11 16 25 -9 19
19 Levante 19 3 5 11 21 32 -11 14
20 Oviedo 20 2 7 11 11 31 -20 13
Athugasemdir
banner