Bakvörðurinn Ashley Young yfirgaf Manchester United í janúarglugganum og fór til Inter á Ítalíu.
Hann hafði verið hjá Manchester United frá 2011, en nú er hafinn nýr kafli á fótboltaferli hans.
Young segir að Antonio Conte, þjálfari Inter, hafi verið mikilvægur í þeirri ákvörðun að fara til Ítalíu. Young segir að Conte hafi reynt að fá sig til Chelsea, þegar Ítalinn var stjóri þar frá 2016 til 2018.
„Hann vildi fá mig til Chelsea fyrir nokkrum árum, hann er frábær knattspyrnustjóri," sagði Young við Sky á Ítalíu.
„Ég vil vinna titla, ég vil vinna bikara og með svona þjálfara þá viltu fara út á völlinn og berjast fyrir hann."
Young spilaði sinn fyrsta deildarleik með Inter síðustu helgi og lagði hann þá upp mark í 1-1 jafntefli gegn Cagliari.
Athugasemdir