Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   sun 02. febrúar 2020 10:01
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Juventus undirbýr risatilboð í Van Dijk
Powerade
Slúðurpakki dagsins tekinn saman af BBC.





Juventus er að undirbúa 150 milljóna punda tilboð í Virgil van Dijk varnarmann Liverpool og Hollands. (Sun)

Barcelona er nálægt því að ná samkomulagi við Brasilíumanninn Willian, samningur hans við Chelsea rennur út í sumar. (Marca)

Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal kom í veg fyrir það að Mesut Özil fær til Katar í janúar. (90min)

Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Everton hefur tilkynnt Barcelona það að þeir séu að sóa tíma með því að reyna fá Richarlison. (Star)

Manchester United ætlar sér að reyna fá varnarmann Napoli í sumar, Kalidou Koulibaly. (Mirror)

Senegalski varnarmaðurinn Koulibaly myndi kosta United í kringum 90 milljónir punda. (Star)

United mun einnig reyna fá enska miðjumanninn James Maddison, leikmann Leicester City og enska vængmanninn Jadon Sancho sem leikur með Dortmund. (Standard)

Chelsea ætlar sér að reyna hafa betur í baráttunni við Manchester United um Sancho. (Sun)

Franski sóknarmaðurinn Oliver Giroud sem leikur með Chelsea var ekki sáttur með það að ítalska félagið Inter Milan hætti við að fá hann til Ítalíu. (RMC)

Manchester United og Chelsea reyndu bæði að fá Edison Cavani frá PSG í janúar, þessi 32 ára gamli framherji ákvað hins vegar að fara ekki til Englands þar sem hugur hans er á Spáni. (Mirror)

Takumi Minamino sem gekk til liðs við Liverpool í janúar segir að önnur enska félög höfðu áhuga á honum, einnig félög í Þýskalandi. (Star)

Steven Bergwijn sem gekk til liðs við Tottenham frá PSV í janúar hafnaði 6 milljón punda bónus greiðslu frá hollenska félaginu fyrir að vera áfram hjá félaginu. (Mirror)

Arsenal þarf samtals að greiða 8 milljónir punda vilji þeir kaupa varnarmennina Pablo Mari og Cedric Soares en leikmennirnir komu báðir til félagsins á láni í janúar. (Star)

Chelsea var boðið að fá Salomon Rondon frá Dalian Yifang í janúar en hafnaði því. (Sun)

Juventus ætlar sér að reyna fá hinn 19 ára gamla Sandro Tonali frá Brescia í sumar, einnig hafa þeir áhuga á að fá Paul Pogba aftur til félagsins frá Manchester United. (Calciomercato)

Manchester United mun reyna klára félagaskipti Jude Bellingham til félagsins frá Birmingham í sumar. (Independent)

Umboðsmaður Odion Ighalo segir að hann hafi átt í samskiptum við Ed Woodward framkvæmdastjóra Manchester United í nokkra daga áður en lánssamningurinn var staðfestur á gluggadeginum. (Aftenposten)



Athugasemdir
banner
banner